miðvikudagur, 26. mars 2008

Upp á gamla bloggfílinginn hef ég ákveðið að ráðast í gerð alvöru tenglalista um helgina. Áðan fattaði ég nefnilega allt í einu hvað það er ánægjulegt að vera ekki á fokkíng moggamæspeisinu en geta sjálfur sett upp tenglasafn á gamla mátann, ekki e-n viðbjóðslegan lista yfir „bloggvini“.

Ég var svo ánægður og djúpt sokkinn í gamla tíma að ég var meira að segja kominn langt inn á rss-molana til að skrá nýja bloggið mitt í rss-veituna þar þegar ég var óþyrmilega minntur á hvernig valdahlutföllin í bloggheimum hafa breyst síðan Vonbrigðin voru upp á sitt besta.

En hey, ekki þýðir að gráta Björn bónda og allt það ...

Engin ummæli:

 
eXTReMe Tracker