föstudagur, 28. mars 2008

Þegar ég sá þetta í Fréttablaðinu í dag datt mér eitt augnablik í hug ég að það væru örlög verkfræðinga að verða ruglaðri en annað fólk þegar þeir eldast. Svo sá ég þessi skrif og fattaði að verkfræðingar eru bara eins og aðrir þjóðfélagshópar, sumir verða klikk á gamalsaldri, en aðrir eru það alla ævi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nú er ég alls ekki sammála andríki og friðriki daníelssyni í einu og öllu, en þó ýmsu.

það væri hins vegar gaman að sjá betri tilraunir til að rýta málflutning þeirra en að kalla viðkomandi "ruglaða".

Snabbi sagði...

En það er svo gaman að vera með sleggjudóma!

Svo er ég líka búinn að fara endalausa hringi í öðrum heimskulegum loftslagsumræðum, t.d. hérna og hver ætti að lá mér að nenna ekki að endurtaka leikinn? Þessir menn munu aldrei samþykkja neitt sem gengur gegn þeirra hugmyndum svo það er jafnhressandi að gera grín að þeim eins og það er óhressandi að reyna að ræða málin við þá.

Nafnlaus sagði...

já, ég las einmitt eins mikið af umræðuþræðinum hjá laissez faire á sínum tíma - eins og ég nennti. aðdáunarverð þrautseigja hjá þér.

en það er eins og þeir segja - arguing on the internet is like the special olympics ... þú kannt restina.

samt gaman af þessu!

og til hamingju með afmælið elsku drengurinn.

Ómar sagði...

Til hamingju með að vera aftur byrjaður að blogga :) Það var algjör synd að missa þig úr þessum bransa og mikil gleði að þú sért kominn aftur! Endurheimtur!
Ef þú vilt lesa eitthvað vel ruglað um mengun og önnur vandamál bendi ég á Veffangarann! Ef þú færð einhvern botn í síðuna hans, láttu mig þá vita.

Ef þú vilt skoða aðra síðu sem er álíka steikt, hjá manni sem er í vinnu hjá skattgreiðendum Íslands við að vera klikk bendi ég á heimasíðu Jóns Erlendssonar, Þekkingarnet HÍ.

S sagði...

Já, gaman að sjá þig blogga aftur. Ég vona að þú fellir sem flesta sleggjudóma. Ég tek undir að það sé ekki góður málflutningur, en ég er sammála þér að það er mikið skemmtilegra.

Snabbi sagði...

Já, ég er afar hrifinn af skemmtilegum sleggjudómum og mun ekki láta mitt eftir liggja í þeim, enda er ég ákafur lesandi Schönbergþórs. Þetta er samt ekki einn af þeim þar sem greinin hjá þessum Friðriki Daníelssyni er ekkert nema bull. Vissulega ekki góður málflutningur en engu að síður sanngjarn.

 
eXTReMe Tracker