mánudagur, 19. apríl 2010

Nýjar fréttir

Ef e-r sér þetta þá hefur sjálfkviknun lífs átt sér stað á Vonbrigðunum.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Hættulegt umhverfi

Maður verður að passa sig á stalk-öndunum hérna við náttúrufræðahúsið.

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Ein spaugilegasta mynd síðari tíma birtist í Framkvæmdafréttunum um daginn (tekin í Héðinsfirði í tilefni gegnumbrotsins):



Það er alveg greinilegt hverjum finnst gaman úti í snjónum og hverjir eru orðnir kaldir og þreyttir.

miðvikudagur, 2. apríl 2008

Tenglalisti kominn inn, nú þarf bara að útbúa nýtt og ljótara útlit á þessa síðu.

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Helvítis hjörleysinginn þinn!

Lærði ný blótsyrði í steingervingafræði í dag.

föstudagur, 28. mars 2008

Þegar ég sá þetta í Fréttablaðinu í dag datt mér eitt augnablik í hug ég að það væru örlög verkfræðinga að verða ruglaðri en annað fólk þegar þeir eldast. Svo sá ég þessi skrif og fattaði að verkfræðingar eru bara eins og aðrir þjóðfélagshópar, sumir verða klikk á gamalsaldri, en aðrir eru það alla ævi.

miðvikudagur, 26. mars 2008

Upp á gamla bloggfílinginn hef ég ákveðið að ráðast í gerð alvöru tenglalista um helgina. Áðan fattaði ég nefnilega allt í einu hvað það er ánægjulegt að vera ekki á fokkíng moggamæspeisinu en geta sjálfur sett upp tenglasafn á gamla mátann, ekki e-n viðbjóðslegan lista yfir „bloggvini“.

Ég var svo ánægður og djúpt sokkinn í gamla tíma að ég var meira að segja kominn langt inn á rss-molana til að skrá nýja bloggið mitt í rss-veituna þar þegar ég var óþyrmilega minntur á hvernig valdahlutföllin í bloggheimum hafa breyst síðan Vonbrigðin voru upp á sitt besta.

En hey, ekki þýðir að gráta Björn bónda og allt það ...

Klipping

Ef e-r er að hugsa um að snoða sig en á ekki rakvél gæti verið lausn að líta á þetta. Bara lesa færsluna og kommentin aftur og aftur þar til viðunandi árangur hefur náðst, ætti ekki að þurfa fleiri en svona tvær til þrjár umferðir.

Ef viðkomandi vill hins vegar halda hárinu þá verður hann að passa að hárprúður einstaklingur sé innan seilingar svo hann geti þá reitt hár hans í staðinn fyrir sitt.

Sérhæfing

Er farinn að velta vel fyrir mér hvaða leið af ótalmörgum ég vilji taka í náminu. Undanfarna daga hef ég verið að skoða kosti þess að sérhæfa mig í jarðþerapíu.

þriðjudagur, 18. mars 2008

Djöfull er erfitt að byrja aftur að blogga. Var lengi vel að hugsa um að stofna moggablogg en lagði svo ekki í það. Sé eftir því núna þegar ég kemst að því að ég hef ekkert að segja.

laugardagur, 15. mars 2008

Tók Atla á orðinu. Þakka honum fyrir.
 
eXTReMe Tracker